„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. mars 2023 22:53 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir andvaraleysi meirihlutans. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira