„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. mars 2023 22:53 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir andvaraleysi meirihlutans. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira