Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 08:14 Málið snýr að áfallastreituröskun sem meðlimur sérsveitar lögreglunnar glímir við vegna Hraunbæjarmálsins svokallaða árið 2013 þar sem lögregla skaut mann til bana eftir að sá hafði skotið í átt að lögreglu með haglabyssu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. Málið snýr að greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega, en héraðsdómur dæmdi á sínum tíma tryggingafélagið VÍS til að greiða manninum um 2,4 milljónir króna vegna málsins. Landsréttur sneri hins vegar við dómnum í desember síðastliðinn og sýknaði tryggingafélagið og ákvað maðurinn að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Um er að ræða aðgerð sérsveitarinnar í desember 2013 þar sem hún var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Árbæ í Reykjavík þar sem tilkynnt hafði verið um skothvelli úr íbúð. Þar var skotið á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kveðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu og óttast verulega um öryggi sitt og líf. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum einkennum eftir árásina, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Þetta var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Deilt um fyrningu Landsréttur hafnaði því að slysatryggingin sem deilt væri um væri höfuðstólstrygging sem um gilti tíu ára fyrningarfrestur samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingarsamninga og taldi að um væri að ræða hefðbundna slysatryggingu. Vildi Landsréttur meina að krafan um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi sem tjónþolinn fengi nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð bæri á því. Í dómi Landsréttur segir að leyfisbeiðanda hefði mátt vera ljóst þegar á árinu 2014 að atvikið hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hann og fyrningarfrestur í fyrsta lagi byrjað að líða í lok þess árs. Samkvæmt grein skilmála slysatryggingarinnar fyrntist krafa samkvæmt vátryggingunni á fjórum árum og þar segði enn fremur að fresturinn hæfist við lok þess almanaksárs þegar sá er kröfuna ætti hefði fengið nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem krafa hans væri reist á. Fram kemur að maðurinn hefði verið metinn með miðlungseinkenni áfallastreituröskunar í desember 2016 og fyrningarfrestur því byrjað að líða í síðasta lagi í lok þess árs. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að krafa leyfisbeiðanda hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í mars 2021. Síðkomin áfallastreituröskun Maðurinn ákvað að áfrýja málinu þar sem hann telji úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur hefði aldrei áður fjallað ákvæði laga sem málið snýr að eða skilgreiningu á höfuðstóls- eða summutryggingu. „Í öðru lagi varðandi mat á upphafi fyrningarfrests þegar um er að ræða einkenni sem felast í síðkominni áfallastreituröskun. Í þriðja lagi um það hvort fjögurra eða tíu ára fyrningarfrestur gildi um kröfur úr slysatryggingu,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sömuleiðis vildi maðurinn meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, auk þess að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur taldi að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga og ákvað því að samþykkja áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Tryggingar Tengdar fréttir Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Málið snýr að greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega, en héraðsdómur dæmdi á sínum tíma tryggingafélagið VÍS til að greiða manninum um 2,4 milljónir króna vegna málsins. Landsréttur sneri hins vegar við dómnum í desember síðastliðinn og sýknaði tryggingafélagið og ákvað maðurinn að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Um er að ræða aðgerð sérsveitarinnar í desember 2013 þar sem hún var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Árbæ í Reykjavík þar sem tilkynnt hafði verið um skothvelli úr íbúð. Þar var skotið á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kveðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu og óttast verulega um öryggi sitt og líf. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum einkennum eftir árásina, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Þetta var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Deilt um fyrningu Landsréttur hafnaði því að slysatryggingin sem deilt væri um væri höfuðstólstrygging sem um gilti tíu ára fyrningarfrestur samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingarsamninga og taldi að um væri að ræða hefðbundna slysatryggingu. Vildi Landsréttur meina að krafan um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi sem tjónþolinn fengi nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð bæri á því. Í dómi Landsréttur segir að leyfisbeiðanda hefði mátt vera ljóst þegar á árinu 2014 að atvikið hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hann og fyrningarfrestur í fyrsta lagi byrjað að líða í lok þess árs. Samkvæmt grein skilmála slysatryggingarinnar fyrntist krafa samkvæmt vátryggingunni á fjórum árum og þar segði enn fremur að fresturinn hæfist við lok þess almanaksárs þegar sá er kröfuna ætti hefði fengið nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem krafa hans væri reist á. Fram kemur að maðurinn hefði verið metinn með miðlungseinkenni áfallastreituröskunar í desember 2016 og fyrningarfrestur því byrjað að líða í síðasta lagi í lok þess árs. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að krafa leyfisbeiðanda hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í mars 2021. Síðkomin áfallastreituröskun Maðurinn ákvað að áfrýja málinu þar sem hann telji úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur hefði aldrei áður fjallað ákvæði laga sem málið snýr að eða skilgreiningu á höfuðstóls- eða summutryggingu. „Í öðru lagi varðandi mat á upphafi fyrningarfrests þegar um er að ræða einkenni sem felast í síðkominni áfallastreituröskun. Í þriðja lagi um það hvort fjögurra eða tíu ára fyrningarfrestur gildi um kröfur úr slysatryggingu,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sömuleiðis vildi maðurinn meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, auk þess að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur taldi að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga og ákvað því að samþykkja áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Tryggingar Tengdar fréttir Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent