Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 15:23 Framkonur vilja undirstrika að kynbundið áreiti og ofbeldi megi ekki líðast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið. Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið.
Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira