Innlent

Fléttu­listi og sex at­­kvæði felldu Kristjönu úr stjórn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Þórir störfuðu saman í stjórninni árin 2021 til 2023. Þórir heldur sæti sínu á kostnað Kristjönu.
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Þórir störfuðu saman í stjórninni árin 2021 til 2023. Þórir heldur sæti sínu á kostnað Kristjönu.

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmeðlimur VR, mun gegna embætti varamanns í stjórninni næsta árið. Hefði einungis atkvæðafjöldi gilt væri hún með sæti í stjórninni en þess í stað fær Þórir Hilmarsson sætið.

Sjö einstaklingar voru kjörnir í stjórn VR í dag og var Kristjana númer sjö af þeim í atkvæðafjölda en vegna fléttuákvæðis var það Þórir Hilmarsson sem fékk sætið.

Niðurstöður kosninganna.VR

Kristjana fékk 2.520 atkvæði en Þórir fékk 2.463. Fléttuákvæðið virkar þannig að sá sem fær flest atkvæði, sem að þessu sinni var kona, er kjörinn fyrstur í stjórn. Næstur í stjórn er sá sem fékk flest atkvæði af gagnstæða kyninu. Því þurftu það að vera fjórar konur og þrír karlar.

Kristjana var einnig einungis sjö atkvæðum frá sæti í stjórninni en Vala Ólöf Kristinsdóttir fékk sex atkvæðum meira en Kristjana og fær sæti í stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×