Margir hafi efni á að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 14:18 Ásdís Ósk Valsdóttir segir húsnæðismarkaðinn vera í góðu jafnvægi. Stöð 2 Löggiltur fasteignasali segir að markaðurinn fyrir lúxus íbúðir sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi. Ofsalega margir hafi efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“ Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“
Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira