Margir hafi efni á að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 14:18 Ásdís Ósk Valsdóttir segir húsnæðismarkaðinn vera í góðu jafnvægi. Stöð 2 Löggiltur fasteignasali segir að markaðurinn fyrir lúxus íbúðir sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi. Ofsalega margir hafi efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“ Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“
Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira