Margir hafi efni á að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 14:18 Ásdís Ósk Valsdóttir segir húsnæðismarkaðinn vera í góðu jafnvægi. Stöð 2 Löggiltur fasteignasali segir að markaðurinn fyrir lúxus íbúðir sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi. Ofsalega margir hafi efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“ Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“
Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira