Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 10:29 Málið verður tekið fyrir í Amarillo, þar sem Kacsmaryk er eini alríkisdómarinn. Getty/Washington Post/Carolyn Van Houten Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira