Fönguðu dauðateygjur verðandi sprengistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 21:55 Myndin James Webb af WR 124 var ein af þeim fyrstu sem sjónaukinn náði eftir að hann var tekinn í notkun í júní 2022. NASA, ESA, CSA, STScI, Webb ERO Production Team Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins. Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira