Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 23:14 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. Bandarísk yfirvöld ákváðu að ábyrgjast allar innistæður í Silicon Valley Bank og Signature Bank sem fóru í þrot í síðustu viku. Hlutabréf í fjármálastofnunum hefur tekið dýfu um allan heim í kjölfarið. Joe Biden Bandaríkjaforseti reyndi að róa markaði og almenning í dag með því að segja að stjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að tryggja stöðugleika. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fátt benda til þess kerfislægur vandi hafi orðið bönkunum að falli. Þess í stað hafi þeir veðjað djarft á skuldabréf. Verð þeirra hafi lækkað mjög þegar vextir fóru hækkandi. Einnig hafi slök áhættustýring í kjölfar tilslakana á reglugerð fyrir nokkrum árum hafi átt sinn þátt. „Það er einhver óróleiki en það er svo sem ekki margt sem bendir til þess að þetta sé einhver kerfislægur vandi eða að þetta séu margir bankar sem séu í sambærilegri stöðu,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Önnur fjármálakreppa sé ekki í kortunum þrátt fyrir að óróleiki ríki á mörkuðum. Það taki tíma fyrir rykið að setjast aftur. „Það kannski sýnir okkur að traust á kerfinu er ekki komið aftur þó að það séu komin fimmtán ár frá því að síðasta hrun dundi yfir. Þannig að það er ekkert skrýtið að almenningur og fjárfestar hafi varann á, brenndir af reynslu fyrri ára. Auðvitað eiga menn að hafa varann á því það er nú oft það sem bjargar mönnum frá því að koma sér í vandræði,“ sagði Gylfi. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarísk yfirvöld ákváðu að ábyrgjast allar innistæður í Silicon Valley Bank og Signature Bank sem fóru í þrot í síðustu viku. Hlutabréf í fjármálastofnunum hefur tekið dýfu um allan heim í kjölfarið. Joe Biden Bandaríkjaforseti reyndi að róa markaði og almenning í dag með því að segja að stjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að tryggja stöðugleika. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fátt benda til þess kerfislægur vandi hafi orðið bönkunum að falli. Þess í stað hafi þeir veðjað djarft á skuldabréf. Verð þeirra hafi lækkað mjög þegar vextir fóru hækkandi. Einnig hafi slök áhættustýring í kjölfar tilslakana á reglugerð fyrir nokkrum árum hafi átt sinn þátt. „Það er einhver óróleiki en það er svo sem ekki margt sem bendir til þess að þetta sé einhver kerfislægur vandi eða að þetta séu margir bankar sem séu í sambærilegri stöðu,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Önnur fjármálakreppa sé ekki í kortunum þrátt fyrir að óróleiki ríki á mörkuðum. Það taki tíma fyrir rykið að setjast aftur. „Það kannski sýnir okkur að traust á kerfinu er ekki komið aftur þó að það séu komin fimmtán ár frá því að síðasta hrun dundi yfir. Þannig að það er ekkert skrýtið að almenningur og fjárfestar hafi varann á, brenndir af reynslu fyrri ára. Auðvitað eiga menn að hafa varann á því það er nú oft það sem bjargar mönnum frá því að koma sér í vandræði,“ sagði Gylfi.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49