Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 19:32 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ætlar að skipa starfshóp sem á að skila af sér aðgerðaráætlun sem tekur á úrræðum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum. Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum.
Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira