Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 10:20 Mike Pence er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira