„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 16:29 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær. Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44