Líkt og Keiko þá fannst Kiska við Íslandsstrendur á áttunda áratug síðustu aldar. Þar voru þau bæði fönguð og seld til þjálfunar eftir dvöl hér á landi. Þau voru bæði seld til dýragarðsins Marineland í Kanada árið 1982 og deildu þar tanki.
Árið 1985 keypti annar dýragarður Keiko, Reino Aventura-garðurinn í Mexíkóborg. Hann átti síðan eftir að vera aðalstjarnan í kvikmyndinni Free Willy líkt og frægt er orðið.
Kiska varð hins vegar eftir í Marineland. Þar eignaðist hún fimm kálfa en frá árinu 2011 var hún eini háhyrningur garðsins.
Árið 2021 birtu dýraverndunarsamtök myndband af Kiska í Marineland þar sem hún var að berja höfði sínu í búrið.
This video was taken on Sept 4th, 2021. Anti-captivity activists entered MarineLand and observed Kiska, their last surviving orca bashing her head against the wall. Please watch and share. This cruelty must end. #FreeKiska pic.twitter.com/sBCaKleH19
— Phil Demers (@walruswhisperer) September 8, 2021