Martin meiddist í lok maímánuðar í fyrra og strax varð ljóst að um krossbandsslit var að ræða. Hann hefur því ekkert getað leikið með Valencia á tímabilinu og ekki heldur með íslenska landsliðinu í baráttu þeirra um sæti á heimsmeistaramótinu sem lauk á sorglegan hátt á dögunum.
Eins og áður segir var Martin í leikmannahópi Valencia í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en Martin kom ekkert við sögu heldur sat á bekknum allan tímann.
Leikurinn í kvöld var spennandi. Real Madrid leiddi með níu stigum í hálfleik en í seinni hálfleik kom Valencia til baka og komst yfir í þriðja leikhluta. Real náði þó yfirhöndinni á ný og tryggði sér að lokum 95-91 sigur
Þó Martin hafi ekki komið við sögu í leiknum í kvöld eru það gríðarlega ánægjuleg tíðindi að hann sé mættur á gólfið á nýjan leik.