Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 08:44 Atburðurinn átti sér stað í kennslustofu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu 6. janúar. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31