Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2023 08:44 Fasteignaverð í San Francisco er með því hæsta í Bandaríkjunum. Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir. Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir.
Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira