Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 23:09 Flest brotanna framdi konan á Akureyri. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira