Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 21:59 Amanda Ogodugha er leikmaður Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira