Stelpur með sama rétt og strákar til að spila fótbolta eftir bréf enska landsliðsins Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 15:01 Fyrirliðinn Leah Williamson með pennann á lofti að gefa ungum aðdáendum eiginhandaráritun. Getty Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 600 milljónum punda, jafnvirði yfir 100 milljarða króna, á næstu tveimur árum í að stelpur fái sömu tækifæri í skólaíþróttum og strákar. Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC. EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC.
EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira