„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 18:31 Veigar Áki [til vinstri] átti góðan leik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira