Sakar borgarskjalavörð um að hafa ítrekað farið með fleipur Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 15:00 Einar Þorsteinsson segist hafa séð borgarskjalavörð hafa farið ítrekað með fleipur. Formaður borgarráðs sakar borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum. Hann segir borgarfulltrúa Flokks fólksins og fleiri hafa étið umrædd ummæli „hrátt“ upp. Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“ Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira