Sakar borgarskjalavörð um að hafa ítrekað farið með fleipur Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 15:00 Einar Þorsteinsson segist hafa séð borgarskjalavörð hafa farið ítrekað með fleipur. Formaður borgarráðs sakar borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum. Hann segir borgarfulltrúa Flokks fólksins og fleiri hafa étið umrædd ummæli „hrátt“ upp. Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“ Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira