Í 5. sætinu var Zoran Vrkic, leikmaður Grindavíkur, með „góða put-back troðslu.“
Í 4. sæti var Jordan Semple með þessa líka fínu troðslu í upphafi leiks Þórs Þorlákshafnar og ÍR.
Í 3. sæti var Mario Matasovic með eina að hætti hússins. „Það hefur varla verið vika þar sem Matasovic er ekki með eina góða troðslu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi, en Mario hefur gaman að því að troða boltanum í körfuna.
Í 2. sæti var Timothy Guers, leikmaður Hattar, með hreint út sagt frábæran varnarleik.
Í 1. sæti - og þar af leiðandi með tilþrif vikunnar - var Sigurður Pétursson, leikmaður Breiðabliks. Hann nýtti sér orkuna sem fylgir því að spila í Smáranum og tróð einfaldlega yfir Adomas Drungilas, leikmann Tindastóls.
Tilþrifin fimm má sjá í spilaranum hér að neðan.