Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2023 14:13 Hilmar Þór Björnsson arkitekt vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Egill/Aðsend Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið. Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira