Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:55 Daglegar reykingar eru algengastar hjá konum og körlum sem eru 55 ára og eldri. Getty Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira