Gaf sitt samþykki eftir einn eða tvo bjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Guðmundur Eggert Stephensen var glaður með uppskeru helgarinnar. Vísir/Arnar Hugmyndin að endurkomu Guðmundar Eggerts Stephensen kom þegar hann fór út að borða með manni sem ætlaði að gera heimildaþætti um magnaðan feril hans. Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan. Borðtennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan.
Borðtennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira