Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2023 18:34 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Egill Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður. Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira