„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 23:27 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Bylgjan Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira