Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 07:00 Amanda Stavely (fyrir miðju) er á meðal eigenda Newcastle og átti milligöngu um kaup PIF á félaginu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum. Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum.
Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira