Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2023 13:55 Patricia stuttu áður en hún hvarf og svo þegar hún fannst í Púertó Ríkó. Lögreglan í Ross Township Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith. Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith.
Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira