Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem leitað hefur Stefáns Agnars logandi ljósi í dag en síðast var vitað um ferðir hans síðdegis í gær.
Þá segir að þungamiðja leitarinnar hafi verið á og við Álftanes í dag og við hana hafi lögreglan notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og nálægt 150 björgunarsveitarmanna.
Við sögu hafi komið drónar, þyrla, kafarar og spor- og víðavangsleitarhundar svo fátt eitt sé nefnt.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Stefáns Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.