Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 07:00 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Vísir/Stöð 2 Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira