Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 07:00 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Vísir/Stöð 2 Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira