Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi Björn M. Sigurjónsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun