Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 08:50 Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu 6. janúar 2021. Beint eftir ræðuna fóru þúsundir þeirra að þinghúsinu, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. AP/Evan Vucci Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira