Landsmenn andi rólega þrátt fyrir opinberun meintra ósiða Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2023 22:35 Kyana Sue Powers tók sér hlé frá því að sýna frá óvenjulegri náttúru Íslands og beindi sjónum sínum að óvenjulegri hegðun íbúanna. Samsett Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni. Myndskeið þar sem bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers fer yfir það sem henni þykir athugavert í fari Íslendinga hefur vakið athygli á TikTok. Powers hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið og furðar sig meðal annars á harðfisksáti og ropum á almannafæri, lélegum snjómokstri og óhóflegri Pepsi Max-drykkju. „Þið eruð alltaf að sjúga hor upp í nefið á ykkur. Það er ógeðslegt og raunar frekar ókurteist, hið minnsta þar sem ég er alin upp. Við myndum aldrei gera þetta og þið gerið þetta á almannafæri. Þetta er óskiljanlegt fyrir mér. Þið ættuð kannski frekar að ganga um með vasaklút,“ segir hún í myndskeiðinu sem hefur fengið tæplega 50 þúsund áhorf á TikTok. @kyanasue These are like my like Iceland Icks like omg #iceland #reykjavik #íslandstiktok A song with a moist and calm atmosphere(1013287) - inakome „Það er alltaf hressandi þegar einhver bendir okkur á hvernig við erum og við munum ekkert taka þetta of bókstaflega,“ segir Albert sem var fenginn til að leggja mat á þessar aðfinnslur í Reykjavík síðdegis. Hann tekur undir að glöggt sé gests augað og bendir á að fleiri útlendingar hafi vakið máls á þessum nefsogskæk Íslendinga. „Það er nú ekki það versta af öllu. Fyrir okkur er það verra að snýta sér með látum í servíettu en við sjúgum öll upp í nefið. Það er svolítið áhugavert það sem hún tiltekur, þessi sex atriði eins og að borða harðfisk á almannafæri. Það hefur ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem henni eða öðrum finnist athugavert en auðvitað er lyktin af harðfiski mjög sterk,“ segir Albert. „Svo er það þetta með að ropa án þess að afsaka sig. Ég held að þetta sé það sem margir útlendingar hafa nefnt. Við gerum þetta svolítið í hugsunarleysi og kannski tökum ekki eftir þessu sjálf. Ég myndi segja að af þessu sem hún tiltekur þá getum við helst bætt okkur í þessu og gert það kannski líka hljóðlega.“ Aðspurður um hvar Íslendingar þurfi helst að bæta sig þegar kemur almennt að borðsiðum segir Albert að landsmenn séu ekkert endilega að standa sig illa. „Við getum alltaf bætt okkur smátt og smátt hér og þar eins og að halda fallega á hnífapörum og vanda okkur aðeins með servíettuna en svona í stórum dráttum er þetta bara fínt. Kannski helsta vandamálið, og það á ekki bara við um Ísland heldur allan heiminn, það er notkun á símum við matarborðið.“ Albert kallar eftir því að fólk taki hið minnsta hljóðið af þegar það fer út að borða og reyni að skoða símann sem allra minnst. „En svo kannski ef maður er matarbloggari þá þarf maður aðeins að taka myndir,“ segir Albert léttur en sjálfur hefur hann lengi haldið úti síðunni Albert eldar. Taldi fyrst að fólk væri í vondu skapi Það kom honum sérstaklega á óvart að Powers hafi minnst á að hún væri óvön því að heyra fólk tala á innsoginu. „Það er svolítið eins og með að sjúga upp í nefið að við tökum ekki eftir þessu.“ Ekki sé heldur um séríslenska hegðun að ræða. „Við eigum alls ekki að hætta að tala á innsoginu. Þetta er svolítið skemmtilegt og ef þetta er þjóðareinkenni þá er það bara fínt,“ bætir Albert við. Að sögn Powers taldi hún í fyrstu að talsmátinn gæfi til kynna að fólk væri óánægt eða merki um kaldhæðni. Síðar hafi hún þó tekið þessa hegðun upp ósjálfrátt og tali nú jafnvel á innsoginu við samlanda sína í Bandaríkjunum. „Þessi stúlka er með fínustu landkynningu og við skulum vera ánægð með hana þó hún sé aðeins nett að pota í okkur,“ segir Albert en Powers hefur lengi sérhæft sig í því að framleiða og birta myndbönd sem eiga það sameiginlegt að hafa íslenska náttúru og menningu í forgrunni. Samfélagsmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Myndskeið þar sem bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers fer yfir það sem henni þykir athugavert í fari Íslendinga hefur vakið athygli á TikTok. Powers hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið og furðar sig meðal annars á harðfisksáti og ropum á almannafæri, lélegum snjómokstri og óhóflegri Pepsi Max-drykkju. „Þið eruð alltaf að sjúga hor upp í nefið á ykkur. Það er ógeðslegt og raunar frekar ókurteist, hið minnsta þar sem ég er alin upp. Við myndum aldrei gera þetta og þið gerið þetta á almannafæri. Þetta er óskiljanlegt fyrir mér. Þið ættuð kannski frekar að ganga um með vasaklút,“ segir hún í myndskeiðinu sem hefur fengið tæplega 50 þúsund áhorf á TikTok. @kyanasue These are like my like Iceland Icks like omg #iceland #reykjavik #íslandstiktok A song with a moist and calm atmosphere(1013287) - inakome „Það er alltaf hressandi þegar einhver bendir okkur á hvernig við erum og við munum ekkert taka þetta of bókstaflega,“ segir Albert sem var fenginn til að leggja mat á þessar aðfinnslur í Reykjavík síðdegis. Hann tekur undir að glöggt sé gests augað og bendir á að fleiri útlendingar hafi vakið máls á þessum nefsogskæk Íslendinga. „Það er nú ekki það versta af öllu. Fyrir okkur er það verra að snýta sér með látum í servíettu en við sjúgum öll upp í nefið. Það er svolítið áhugavert það sem hún tiltekur, þessi sex atriði eins og að borða harðfisk á almannafæri. Það hefur ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem henni eða öðrum finnist athugavert en auðvitað er lyktin af harðfiski mjög sterk,“ segir Albert. „Svo er það þetta með að ropa án þess að afsaka sig. Ég held að þetta sé það sem margir útlendingar hafa nefnt. Við gerum þetta svolítið í hugsunarleysi og kannski tökum ekki eftir þessu sjálf. Ég myndi segja að af þessu sem hún tiltekur þá getum við helst bætt okkur í þessu og gert það kannski líka hljóðlega.“ Aðspurður um hvar Íslendingar þurfi helst að bæta sig þegar kemur almennt að borðsiðum segir Albert að landsmenn séu ekkert endilega að standa sig illa. „Við getum alltaf bætt okkur smátt og smátt hér og þar eins og að halda fallega á hnífapörum og vanda okkur aðeins með servíettuna en svona í stórum dráttum er þetta bara fínt. Kannski helsta vandamálið, og það á ekki bara við um Ísland heldur allan heiminn, það er notkun á símum við matarborðið.“ Albert kallar eftir því að fólk taki hið minnsta hljóðið af þegar það fer út að borða og reyni að skoða símann sem allra minnst. „En svo kannski ef maður er matarbloggari þá þarf maður aðeins að taka myndir,“ segir Albert léttur en sjálfur hefur hann lengi haldið úti síðunni Albert eldar. Taldi fyrst að fólk væri í vondu skapi Það kom honum sérstaklega á óvart að Powers hafi minnst á að hún væri óvön því að heyra fólk tala á innsoginu. „Það er svolítið eins og með að sjúga upp í nefið að við tökum ekki eftir þessu.“ Ekki sé heldur um séríslenska hegðun að ræða. „Við eigum alls ekki að hætta að tala á innsoginu. Þetta er svolítið skemmtilegt og ef þetta er þjóðareinkenni þá er það bara fínt,“ bætir Albert við. Að sögn Powers taldi hún í fyrstu að talsmátinn gæfi til kynna að fólk væri óánægt eða merki um kaldhæðni. Síðar hafi hún þó tekið þessa hegðun upp ósjálfrátt og tali nú jafnvel á innsoginu við samlanda sína í Bandaríkjunum. „Þessi stúlka er með fínustu landkynningu og við skulum vera ánægð með hana þó hún sé aðeins nett að pota í okkur,“ segir Albert en Powers hefur lengi sérhæft sig í því að framleiða og birta myndbönd sem eiga það sameiginlegt að hafa íslenska náttúru og menningu í forgrunni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira