Tilkynning um slysið í Funalind í Kópavogi barst um korter í þrjú í dag. Drengurinn var með meðvitund þegar sjúkraliðar komu á vettvang. Ákveðið var að flytja hann til öryggisskoðunar.
Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs var hlaupahjól drengsins ekki rafknúið.