Finnski fjöldamorðinginn Juha Valjakkala látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 09:25 Juha Valjakkala breytti nafninu sínu á sínum tíma í Nikita Bergenström. Finnska lögreglan Finnski fjöldamorðinginn Nikita Bergenström, sem áður gekk undir nafninu Juha Valjakkala, er látinn. Hann varð 57 ára gamall. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa banað heilli fjölskyldu í kirkjugarði í Svíþjóð árið 1988. Finnska blaðið Iltalehti greindi frá láti Valjakkala í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað dró Valjakkala til dauða. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið móður, föður og fimmtán ára son þeirra í kirkjugarði í sænska bænum Åmsele í norðurhluta Svíþjóðar árið 1988. Hann skaut fyrst föðurinn og soninn með haglabyssu af stuttu færi í kirkjugarðinum, og skar svo móðurina á háls eftir að hún hafði komið í kirkjugarðinn í kjölfar þess að hafa heyrt skothljóðin. Juha Valjakkala drap móður, föður og fimmtán ára son þeirra í kirkjugarði í sænska bænum Åmsele árið 1988. Sænska lögreglan Valjakkala varð fyrst handtekinn ári síðar, árið 1989, og dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðanna. Honum var sleppt árið 2007 eftir að hafa þá afplánað um tvo áratugi í fangelsi, sem er sérstaklega langur afplánunartími í Finnlandi. Honum var sleppt árið 2008 en einungis þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný eftir þrjátíu kílómetra eftirför lögreglu. Valjakkala hefur ítrekað reynt að flýja úr fangelsi. Árið 1994 tók hann fangavörð í gíslingu og flúði vopnaður úr fangelsi í bíl, en náðist skömmu síðar. Árið 2002 flúði hann úr fangelsinu í Pyhäselkä þegar hann var í dagsleyfi. Finnland Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Finnskur fjöldamorðingi á flótta handtekinn Lögregla í Finnlandi handtók í gærkvöldi fangann Juha Valjakkala eftir að hann hafði flúið úr opnu fangelsi. Valjakkala var handtekinn eftir að ábendingar bárust frá almenningi. 26. október 2022 08:02 Finnar vilja náða morðingja Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus. 22. október 2006 06:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Finnska blaðið Iltalehti greindi frá láti Valjakkala í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað dró Valjakkala til dauða. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið móður, föður og fimmtán ára son þeirra í kirkjugarði í sænska bænum Åmsele í norðurhluta Svíþjóðar árið 1988. Hann skaut fyrst föðurinn og soninn með haglabyssu af stuttu færi í kirkjugarðinum, og skar svo móðurina á háls eftir að hún hafði komið í kirkjugarðinn í kjölfar þess að hafa heyrt skothljóðin. Juha Valjakkala drap móður, föður og fimmtán ára son þeirra í kirkjugarði í sænska bænum Åmsele árið 1988. Sænska lögreglan Valjakkala varð fyrst handtekinn ári síðar, árið 1989, og dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðanna. Honum var sleppt árið 2007 eftir að hafa þá afplánað um tvo áratugi í fangelsi, sem er sérstaklega langur afplánunartími í Finnlandi. Honum var sleppt árið 2008 en einungis þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný eftir þrjátíu kílómetra eftirför lögreglu. Valjakkala hefur ítrekað reynt að flýja úr fangelsi. Árið 1994 tók hann fangavörð í gíslingu og flúði vopnaður úr fangelsi í bíl, en náðist skömmu síðar. Árið 2002 flúði hann úr fangelsinu í Pyhäselkä þegar hann var í dagsleyfi.
Finnland Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Finnskur fjöldamorðingi á flótta handtekinn Lögregla í Finnlandi handtók í gærkvöldi fangann Juha Valjakkala eftir að hann hafði flúið úr opnu fangelsi. Valjakkala var handtekinn eftir að ábendingar bárust frá almenningi. 26. október 2022 08:02 Finnar vilja náða morðingja Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus. 22. október 2006 06:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Finnskur fjöldamorðingi á flótta handtekinn Lögregla í Finnlandi handtók í gærkvöldi fangann Juha Valjakkala eftir að hann hafði flúið úr opnu fangelsi. Valjakkala var handtekinn eftir að ábendingar bárust frá almenningi. 26. október 2022 08:02
Finnar vilja náða morðingja Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus. 22. október 2006 06:30