Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Máni Snær Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 19:52 Ragnar Þór og Ásthildur Lóa í Iðnó. Vísir/Sigurjón Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“ Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“
Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira