Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Máni Snær Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 19:52 Ragnar Þór og Ásthildur Lóa í Iðnó. Vísir/Sigurjón Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“ Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“
Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira