Kåvepenin og streptókokka-heimapróf loksins væntanleg til landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:46 Gríðarlega margir hafa reynt að kaupa heimapróf sem greinir streptókokkasýkingu en án árangurs. Getty Heimapróf sem greina streptókokkasýkingu, sem framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir að spurt sé um „úr öllum áttum“ eru væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Þau hafa verið uppseld í margar vikur. Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18