Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 07:32 Thad McFadden með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær. Hann var ein af hetjum georgíska liðsins í gær en hefði getað breyst í skúrk í blálokin. FIBA Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna. Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira