„KKÍ er að gleyma sér í partýinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 14:30 Viðar Örn Hafsteinsson var allt annað en sáttur með uppákomuna í dag. Vísir/Bára Dröfn Enginn dómari frá KKÍ mætti í leik Breiðabliks og Hattar í 12.flokki karla en lið Hattar var komið frá Egilsstöðum til að spila leikinn. Starfsmaður Egilsstaðaliðsins þurfti sjálfur að dæma leikinn. Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“ Íþróttir barna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“
Íþróttir barna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira