Sport

Tvöfalt hjá Svíum í skiptigöngu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ebba Andersson fagnar þegar hún kemur í mark í dag.
Ebba Andersson fagnar þegar hún kemur í mark í dag. Vísir/Getty

Svíar unnu tvöfalt í 15 km eltigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Planica í dag. Ebba Andersson kom fyrst í mark þrátt fyrir að hafa dottið í keppninni.

Fyrir heimsmeistaramótið í Planica voru margir sem biðu spenntir að sjá hver myndi taka við af drottningunni Therese Johaug sem hefur haft talsverða yfirburði í kvennaflokki í skíðagöngu undanfarin ár. Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil og því tækifæri fyrir aðrar að taka af skarið.

Hinar sænsku Frida Karlsson og Ebba Andersson þóttu af mörgum líklegar til að taka skrefið og þær sýndu í dag að þær eru tilbúnar í það. Þær tryggðu Svíum tvöfaldan sigur í 15 km skiptigöngu þar sem Ebba Andersson kom fyrst í mark og Frida Karlsson var önnur.

Ebba Andersson ann með talsverðum yfirburðum þrátt fyrir að hafa dottið í brekku í keppninni. Frida Karlsson varð önnur og hin norska Astrid Öyre Slind í þriðja sæti.

Norðmenn og Svíar hafa raðað inn verðlaunum á mótinu til þessa. Svíar unnu þrefalt í sprettgöngu kvenna og Norðmenn þrefalt í 30 km skiptigöngu karla í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×