Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 11:00 Það eru læti á leikjum Leksand í sænsku íshokkídeildinni. Vísir/Getty Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins. Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“ Íshokkí Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“
Íshokkí Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira