Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 11:00 Það eru læti á leikjum Leksand í sænsku íshokkídeildinni. Vísir/Getty Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins. Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“ Íshokkí Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“
Íshokkí Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira