Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 11:00 Það eru læti á leikjum Leksand í sænsku íshokkídeildinni. Vísir/Getty Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins. Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“ Íshokkí Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“
Íshokkí Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira