Fjölskylda Potter hefur fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Það hefur verið bras á lærisveinum Graham Potter hjá Chelsea síðustu vikurnar. Vísir/Getty Graham Potter greindi frá því á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag að hann og fjölskylda hans hafi fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum vegna slaks gengis liðsins. Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“ Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“
Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira