„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 23:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira