Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:05 Soyuz-geimferjunni var skotið á loft fyrir dögun í Kasakstan í morgun. AP/Ivan Timoshenko/Roscosmos Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina. Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina.
Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54