Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:05 Soyuz-geimferjunni var skotið á loft fyrir dögun í Kasakstan í morgun. AP/Ivan Timoshenko/Roscosmos Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina. Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina.
Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent