Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 08:37 Úr Hringadróttinssögu. Warner Bros. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira